Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Valdimar er landsmönnum góðkunn. Fjórða breiðskífa sveitarinnar, 'Sitt sýnist hverjum' kom út í september síðastliðnum og vakti verðskuldaða athygli. Lögin 'Of seint', 'Blokkin' og 'Stimpla mig út' hafa í kjölfarið fengið töluverða útvarpsspilun og af því tilefni ætlar hljómsveitin að leika nýju lögin í bland við eldri á þremur stöðum í lok mánaðar á eftirfarandi stöðum:


31. janúar - Skyrgerðin Hveragerði

1. febrúar - Frystiklefinn Rifi

2. febrúar - Edinborgarhúsið Ísafirði


Útgáfutónleikar Valdimar í Háskólabíó í haust voru einkar vel heppnaðir og fékk sveitin mikið lof fyrir. Reikna má því með mikilli skemmtun fyrir aðdáendur þessarar frábæru sveitar.


Miðaverð:

3.900 kr í forsölu hér

4.500 kr við hurð

"Frábær konsert og aldrei fyrr hefur hljómburðurinn í Háskólabíói verið fullkominn í mínum eyrum - þetta var sannkallað fimm stjörnu gigg." - Ásgeir Eyþórsson tónlistarspekúlant

 "Þegar ég horfði á þessa hljómsveit í Háskólabíó í gær, samspilið og stemninguna gat ég ekki annað en hugsað um hversu dýrmætt það er að sjá svona hljómsveit." - Kristján Freyr tónlistarmaður