Tix.is

Um viðburðinn

Emilíana Torrini fer yfir glæsilegan feril sinn ásamt Jóni Ólafssyni allt frá því hún sló í gegn með hljómsveitinni Spoon árið 1994. Hún ætlar að rifja upp gömlu, góðu lögin og sögurnar á bak við þau. Lög eins og Frank Mills, Blame it on the sun, Sunny Road og Jungle Drum ættu að gleðja viðstadda svo um munar.

Af fingrum fram er tónleikaröð sem hefur verið í gangi í áratug í Salnum í Kópavogi við fádæma vinsældir.  

Einnig verða á sviðinu þeir Róbert Þórhallsson og Stefán Már Magnússon með sín hljóðfæri.