Tix.is

Um viðburðinn

Elmar Gilbertsson er gestur Gunnars Guðbjörnssonar.

Gunnar Guðbjörnsson fær nokkra af þekktustu óperusöngvurum Íslands til sín í spjall í Salnum og fer með þeim yfir söngferil þeirra, lífið og listina. Að þessu sinni er Elmar Gilbertsson gestur Gunnars.

Elmar Gilbertsson nam söng við Söngskóla Sigurðar Demetz og Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi, þar sem Jón Þorsteinsson var hans aðal kennari.   Elmar hefur starfað vítt og breitt um Evrópu síðastliðin ár, meðal annars við Hollensku ríkisóperuna, Opera Zuid í Maastricht, La Monnaie de Munt í Brussel, Opera de Nantes og Opera de Toulon í Frakklandi, Ruhrtrienalle óperuhátíðin í Ruhrhéraði í Þýskalandi og hefur komið fram með Útvarpshljómsveit Norður-Þýskalands í Elbphilharmonie salnum í Hamborg.  Elmar er nú fastráðinn við óperuna í Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann er búsettur.

Elmar hefur reglulega komið heim til Íslands í verkefni m.a. fyrir Íslensku Óperuna, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listvinafélag Hallgrímskirkju, og hlaut árin 2014 og 2016 Grímuverðlaunin sem söngvari ársins, sem og Íslensku tónlistarverðlaunin í sama flokki.


Tónleikaröðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs og unnin í samstarfi við Íslensku Óperuna.

 

Gunnar Guðbjörnsson invites six of Icelands best known operasingers for a talk. The singers will sing and talk about their carreers.