Tix.is

Um viðburðinn

Viðtalstónleikar Gunnars Guðbjörnssonar

Bergþór Pálsson er gestur Gunnars Guðbjörnssonar.

Gunnar Guðbjörnsson fær nokkra af þekktustu óperusöngvurum Íslands til sín í spjall í Salnum og fer með þeim yfir söngferil þeirra, lífið og listina. Að þessu sinni er Bergþór Pálsson gestur Gunnars.  Píanóleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir


Bergþór Pálsson

lauk B.M. og Master’s námi frá Indiana University í Bloomington, einnig leiklistarnámi frá Drama Studio London.

Hann hefur átt fjölbreyttan feril, allt frá því að frumflytja mörg verk eftir íslensk tónskáld, taka þátt í óperum, óperettum, söngleikjum og leikritum, syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og í kórverkum, kynna tónlist í skólum landsins, halda tónleika með söngvurum úr ólíkum geirum tónlistar, koma fram á skemmtunum af ýmsu tagi, til þess að halda fyrirlestra um margvísleg málefni.


Tónleikaröðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs og unnin í samstarfi við Íslensku Óperuna.

 

Gunnar Guðbjörnsson invites six of Icelands best known operasingers for a talk. The singers will sing and talk about their carreers.