Tix.is

Um viðburðinn

Matti Kallio mun spila á bæði hefðbundna harmonikku og nota rafharmonikku til að stjórna nýuppgerðu orgeli Fríkirkjunnar. Þessi fjarstýring orgelsins verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Á dagskránni verða hans eigin tónsmíðar auk nýrra útsetninga á hefðbundnum þjóðlögum.


Matti, sem hefur búið á Íslandi í um áratug, er einn af fjölhæfustu finnsku tólistarmönnum sinnar kynslóðar. Hann spilar á fjölda hljóðfæra, semur og útsetur og hefur bæði spilað inn á og stýrt upptökum á yfir hundrað hljómplötum á ferli sínum. Hefur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir störf sín. Hann hefur unnið með m.a. Värttinä, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Agli Ólafssyni, Bubba, Þjóðleikhúsinu, Þjóðarballet Finnlands og Todmobile.


Árið 2018 gaf Matti út fyrstu sólóskífu sína, "Waltz for Better Times". Segir m.a. í dómi um skífuna: "Matti Kallio er framúrskarandi hljóðfæraleikari sem framkallar breitt litróf úr harmonikkuni, frá leifrandi snerpu til mjúklegs hægs flutnings". World Music Central, júlí 2018.