Tix.is

Um viðburðinn

Svavar Knútur söngvaskáld og sagnamaður heldur tónleika í Hannesarholti 12. janúar næstkomandi kl. 17.00. Svavar Knútur, sem hefur löngu getið sér gott orð fyrir hlýlega og einlæga framkomu, gaf nýverið út plötuna Ahoy! Side A, en lög af henni hafa notið mikillar velþóknunar bæði landans og útlandans undanfarna mánuði. Platan er einmitt plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna.

Á tónleikunum mun Svavar Knútur leika lög bæði af þessari nýútkomnu plötu og eldra efni í bland. Þá mun Svavar segja sögur og gera sitt besta til að kitla hjarta- og hláturtaugar viðstaddra. Börn fá ókeypis í fylgd með foreldrum eða öfum og ömmum. Skráið börn með því að senda póst á vidburdir@hannesarholt.is til að hægt sé að taka frá sæti fyrir þau.