Tix.is

  • Frá 24. jan til 3. feb
  • Íþróttahátíð
Um viðburðinn

Reykjavik International Games fara fram í tólfta sinn dagana 24. janúar til 3. febrúar 2019. Leikarnir eru afreksíþróttamót og mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 15-20 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni.

Reykjavíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð hér í Reykjavík sem dregur til sín sterka erlenda keppendur. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík sem standa að leikunum.

Reikna má með að á fimmta hundrað erlendra gesta frá fjölmörgum löndum taki þátt í leikunum í ár ásamt um 2000 íslenskum íþróttamönnum.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar, dagskrá o.fl. er að finna á heimasíðu leikanna rig.is og einnig á facebook síðu leikanna hér.