Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Hjaltalín snýr aftur á árinu 2019 og heldur stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, laugardagskvöldið 7. september. Tónleikarnir eru hluti af endurkomu sveitarinnar sem hefur legið í dvala undanfarin ár en stígur nú aftur fram á sjónarsviðið, og það með hvelli.

Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem verða þeir stærstu í sögu sveitarinnar. Þá verða einnig á boðstólnum ný lög sem eru væntanlega á árinu 2019.

Um tónleikana hefur Högni Egilsson, söngvari sveitarinnar, þetta að segja: „Okkur langar til að halda aðra fallega tónleika í Eldborg og vonandi verðum við búin að finna tíma fyrir plötuna eða jafnvel gefa hana út þá. Fyrir mig persónulega er ekkert sem jafnast á við að syngja þessi sönglög með hljómsveitinni minni. Mér finnst alltaf eitthvað sérstakt gerast þegar Hjaltalín­ kemur saman, enda höfum við gengið í gegnum margt saman.“

Hjaltalín hélt síðast tónleika í Eldborg árið 2014 og var þá sprenguppselt. Því er vissara að tryggja sér miða í tíma.