Tix.is

Um viðburðinn

“Bara það besta 2019 – Markmið, Árangur, Hamingja!” er ráðstefna til að fræða og peppa. Gerðu 2019 að þínu besta ári til þessa!

Átta fyrirlesarar úr ólíkum áttum munu segja frá því hvað hjálpar þeim til að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Markmiðasetning, mataræði, streita, tilfinningar, núvitund, kulnun og kuldaböð. Bara svona eins og lífið leggur sig.

Vertu hjartanlega velkomin í Hörpuna 12. janúar kl 10:00-14:00. Uppselt hefur verið síðastliðinn tvö ár. Takmarkaður miðafjöldi í boði. Aðeins þessi eini viðburður verður haldin.

Eftirfarandi fyrirlestrar eru í boði - Sjá nánar að neðan.
1. Taktu ábyrgð á eigin heilsu - Una Emilsdóttir.
2. Úr lyfjakokteil í klakabað - Lea Marie Galgana.
3. Matur og mýtur - Ragnar Freyr Ingvarsson.
4. Að halda eldinum lifandi - Guðrún Eva Mínvervudóttir.
5. Á eigin skinni - Sölvi Tryggvason.
6. Að leyfa sér að finna til - Arnar Sveinn Geirsson.
7. Að láta dagdrauminn rætast - Hjálmar Örn Jóhannsson
8. Að finna fegurðina í skömminni – Helgi Jean Claessen.

Kveikjum saman hugmyndir og neista til að gera 2019 að þínu besta ári.

1. Taktu ábyrgð á eigin heilsu - Una Emilsdóttir
Hvernig má halda góðri heilsu og verjast sjúkdómum? Una útskýrir lykilhlutverkin sem ónæmiskerfið og þarmaflóran gegna - og hvernig megi forðast heilsuspillandi matvæli, snyrtvörur sem finna má í öllum búðarhillum. Valdið til að hafa áhrif á heilsuna er í okkar eigin höndum. Una útskýrir hvernig.
- Una Emilsdóttir er læknir og fyrirlesari

2. Úr lyfjakokteil í klakabað - Lea Marie Galgana
Lea fékk áfall þegar gigtarlæknir sagði að hún gæti hugsanlega ekki gengið óstudd það sem eftir væri. Hún tók málin í sínar eigin hendur - og lýsir hvernig hún fann sinn innri mátt og fór úr því að vera kuldaskræfa í að verða Íslandsmeistari í ísbaði.
- Lea er núverandi Íslandsmethafi í ísbaði.

3. Matur og mýtur - Ragnar Freyr Ingvarsson
Í flóði mismunandi upplýsinga um mataræði - útskýrir Ragnar hvað það er sem allir geta sameinast um - og skilur mat frá mýtum. Bættu mataræðið um helming - með því að einfalda það um helming!
- Ragnar er betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.

4. Að halda eldinum lifandi - Guðrún Eva Mínvervudóttir
Hvernig má afreka án þess að strita? Streita og kulnun eru orðin algeng í samfélagi nútímans. Guðrún lýsir hvernig halda má eldinum lifandi með mætti sköpunarkraftsins.
- Guðrún er rithöfundur.

5. Á eigin skinni - Sölvi Tryggvason
Sölvi hefur átt farsælan feril í sviðsljósinu - og á sama tíma glímt við kvíða og athyglisbrest. Hann deilir opinskátt frá ferðalagi sínu - í gegnum hefðbundnar sem og óhefðbundnar lækningar - og því sem á endanum raunverulega virkaði til að hann fyndi sinn innri mátt.
- Sölvi er sjónvarpsmaður, rithöfundur og fyrirlesari

6. Að leyfa sér að finna til - Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn missti móður sína 11 ára gamall og hófst þá áralöng barátta við að halda áfallinu og tilfinningunum sem því fylgdi undir yfirborðinu. Þeirri baráttu lauk fyrir ári síðan þegar hann áttaði sig á því að hann ætti eftir að vinna úr móðurmissinum - og leyfði sér loks að finna til.
- Arnar Sveinn er leikmaður tvöfaldra Íslandsmeistara Vals í fótbolta.

7. Að láta dagdrauminn rætast - Hjálmar Örn Jóhannsson
Hjálmar vann sem bílasali og á leikskóla. Eftir hann byrjaði á Snapchat 2013 - leiddi eitt af öðru þar til gamall draumur rættist og hann lék aðalhlutverk í bíómynd. Það er aldrei of seint að glæða dagdrauminn lífi!
- Hjálmar er skemmtikraftur og Snapchat stjarna.

8. Að finna fegurðina í skömminni – Helgi Jean Claessen.
Skömmin er sá partur okkar sem við höfum afneitað - og gerir okkur að fórnarlömbum eigin lífs. Leiðin til sjálfsástar er að enda leitina að ást, samþykki og viðurkenningu - og finna fegurðina í skömminni.
- Helgi er rithöfundur og útgefandi.