Tix.is

Um viðburðinn

The Riot Ensemble, einn af metnaðarfyllstu tónlistarhópum Bretlands, frumflytur 70 mínútna langt verk eftir Georg Friedrich Haas sem fram fer í niðamyrkri. Tíu hljóðfæri, m.a afstilltur flygill, mynda hægfara röð af hljómum og brjótast síðan út í mismunandi tónlistarleiki, en snúa síðan aftur í augnablik djúprar hlustunar og stillu. 

The Riot Ensemble
Andrew Connington, básúna
Ausias Garrigos, bassa klarínett
Claudia Maria Racovicean, píanó
Kate Walter, flauta
Louise McMonagle, selló
Marianne Schofield, kontrabassi
Pétur Jónasson, gítar
Sam Wilson, slagverk
Sarah Saviet, fiðla
Stephen Upshaw, víóla 

Stjórnandi: Aaron Holloway-Nahum

Efnisskrá: 

Georg Friedrich Haas
Solstices (2019) 70
frumflutningur

 

Georg Friedrich Haas verður viðstaddur og svarar spurningum eftir tónleika.

Tónleikar The Riot Ensemble eru haldnir í samstarfi við Arts Council England og Opus 2 International.