Tix.is

Um viðburðinn

Bæði verkin á tónleikum Kúbus hópsins eru byggð á efnismiklum örverkum sem þeir Haukur og Kolbeinn sömdu fyrir hópinn árið 2015. Í Musik der Unzeitlichkeit II, eða Ótímabærri tónlist nr. II, eftir Kolbein, er farið öfganna á milli í úrvinnslu tónefnis og ýmist hlaðið upp miklu efni á mjög stuttum tíma eða litlu efni í hafsjó af tíma. Í verki Hauks, Unravelled, þróast tónefnið hins vegar í stórum dráttum frá frosnu ástandi yfir í fljótandi og stöku sinnum glittir í örverkið Rondo frá 2015.

 

Kúbus 

Grímur Helgason, klarinett
Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanó
Ingrid Karlsdóttir, fiðla
Júlía Mogensen, selló
Melkorka Ólafsdóttir, flauta 

Efnisskrá 

Haukur Tómasson
Unravelled, fyrir flautu, klarinettu, fiðlu, selló og píanó (2018) 10
frumflutningur 

Kolbeinn Bjarnason
Ótímabær tónlist nr. II / Musik der Unzeitlichkeit II, fyrir flautu, klarinettu, fiðlu, selló og píanó (2018) 30

frumflutningur

Kúbus var stofnaður árið 2013 og hefur staðið að fjölbreyttum tónlistarviðburðum, þ.á.m. flutningi á Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen, hljóðritun á tónlist Karls O. Runólfssonar í nýjum útsetningum Hjartar Ingva Jóhannssonar og tónleikum á Myrkum músíkdögum þar sem frumflutt voru 21 nýtt örverk, en kveikjan að þeirri hugmynd var verk Atla Heimis Sveinssonar, 21 músíkmínúta fyrir einleiks flautu.