Tix.is

Um viðburðinn

Dúplum dúó vill gefa áheyrendum innsýn í heim söngljóðalistarinnar og hvernig hún er túlkuð í dag. Dúplum leitast við að draga fram það hráa og viðkvæma í tónlistinni með túlkun sinni og hljóðfæraskipan þar sem bæði rödd og víóla eru jafn réttháar.

Björk Níelsdóttir, söngkona/tónskáld
Þóra Margrét Sveinsdóttir, víóla

Efnisskrá

Björk Níelsdóttir
Allt er ömurlegt, fyrir víólu og rödd (2018)  8’
frumflutningur


Sveinn Lúðvík Björnsson
Sonnetta númer þrjátíu og níu, fyrir víólu og rödd (2018) 10’
f
rumflutningur

Sóley Stefánsdóttir
Parasite fyrir víólu, rödd og rafhljóð  (2018) 10’
frumflutningur

Aart Strootman
Flowers of Evil, fyrir raf-víólu, rödd og segulband (2018) 14’
frumflutningur

Dúplum dúó er ný og fersk hljómsveit sem skipa Björk Níelsdóttur, söngkonu, og Þóru Margréti Sveinsdóttur, víóluleikara. Þær kynntust í Tónlistarháskólanum í Amsterdam og eftir að hafa í sitthvoru lagi farið á tónleikaferðalag með fjöldamörgum hjómsveitum m.a. Björk, Sigurrós, Florence and the machine og Stargaze ákváðu þær að sameina krafta sína. Þær eru núna að vinna að sinni fyrstu hjómplötu.