Tix.is

Um viðburðinn

„Palli var einn í heiminum, svo var bankað.“

Það sem við gerum í einrúmi er nýtt íslenskt verk sem fléttar saman lifandi leikhúsi og kvikmynd á skemmtilegan hátt.

Verkið segir frá fjórum ólíkum einstaklingum sem búa í sömu blokkinni. Öll hafa þau einangrast, en þörfin fyrir nánd rekur þau fram á gang og inn í líf hvors annars. En þó að maður sé manns gaman fer margt öðruvísi en ætlað er.

Það sem við gerum í einrúmi er grátbroslegt verk um þörf okkar fyrir hvort annað og óttann við höfnun.

Höfundar: Heiðar Sumarliðason og Sara Martí Guðmundsdóttir. Leikstjórn: Sara Martí Guðmundsdóttir. Leikarar:  Albert Halldórsson, Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigríður Vala Jóhannsdóttir. Framkvæmdastjórn: Alexía Björg Jóhannesdóttir og Anna Rut Bjarnadóttir.  Kvikmyndataka: Pierre-Alain Giraud.  Leikmynda- og búningahönnuðun fyrir svið og bíó: Sigríður Sunna Reynisdóttir.   Aðstoð við leikmynd og búninga: Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir. Lýsingahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson.  Tónsmíði og hljóðhönnun: Stefán Örn Gunnlaugsson.  Hljóðupptaka fyrir bíó: Dagur Valgeir Sigurðsson og Stefán Örn Gunnlaugsson. Táknmálstúlkun á æfingaferli: Ástbjörg Rut Jónsdóttir. Grafísk hönnun: ArnarogArnar.