Tix.is

Um viðburðinn

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri kynnir Bugsý Malón, söngleik eftir Alan Parker sem gerist um 1920 í Brooklyn.


Sagan gerist í Brooklyn, New York í kringum 1920 og segir frá tveimur glæpagengjum sem berjast um völdin í borginni. Þetta eru gengi Samma feita og Dísu dúndur en síðarnefnda gengið á betri vopn svo Sammi þarf að verða sér úti um samskonar vopn til að berjast gegn Dísu.

Mitt á milli glæpagengjanna er svo Bugsý Malón, fyrrum boxari sem gengur til liðs við Samma til þess að sigra Dísu og hennar gengi.

Leikritið er gert upp úr kvikmynd sem kom út árið 1976 og naut gífurlegra vinsælda þar sem börn voru í öllum helstu hlutverkum.

Leikfélag Verkmenntaskólans setur nú upp leikgerð í þýðingu Davíðs Þórs Jónsonar um baráttuna um rjómabyssurnar. Leikritið er fullt af tónlist, dönsum og gleði.

 

Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson

Aðstoðarleikstjóri: Jokka G Birnudóttir

Tónlist: Haukur Sindri Karlsson

Raddþjálfi: Þórhildur Örvarsdóttir

Leikmynd: Guðlaugur Sveinn Hrafnsson

Búningar: Elísabeth Ása Eggerz

Danshöfundar: Ívar Helgason & Þórgunnur Ása Kristinsdóttir

Lýsing: Sigurður Bogi Ólafsson

Hljóð: Hákon Logi Árnason

Þýðing: Davíð Þór Jónsson

Leikarar: Arndís Eva, Bergvin Þórir Bernharðsson, Þórdís Elín Bjarkadóttir, Freysteinn Sverrisson, Særún Elma Jakobsdóttir, Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir, Vala Alvilde Berg, Karen Ósk Kristjánsdóttir, Þorkell Björn Ingvason, Níels Ómarsson, Bjarki Höjgaard, Andri Antonsson, Eyþór Daði Eyþórsson,  Katrín Helga Ómarsdóttir, María Björk Jónsdóttir, Magnea Lind Kolbrúnardóttir Svanbjörg Anna Sveinsdóttir, Embla Björk Jónsdóttir, Guðrún Katrín Ólafsdóttir, Sigrún Helkla Sigmundsdóttir, Embla Sól Pálsdóttir, Anna Birta Þórðardóttir, Þórgunnur Ása Kristinsdóttir, Kolfinna Jóhannsdóttir, Aldís Inga Sigmundardóttir, Júlíus Elvar Ingason, Jónína Freyja Jónsdóttir, Helgi Freyr Gunnarsson, Ásgeir Örn Elísuson, Diana Snædís Matchett