Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína aðra breiðskífu, „In The Dark“ þann 1. Mars 2019. Af því tilefni mun sveitin blása til veglegra útgáfutónleika í Iðnó föstudagskvöldið 22. mars og á Græna Hattinum laugardagskvöldið 23. Mars. Forsala miða á útgáfutónleikana er hafin á Tix.is og er miðaverð aðeins 2.900 kr.

Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin gefið út tvær stuttskífur (EP) og breiðskífuna, „Figure“ sem var valin 'Raftónlistarplata ársins 2017' á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Sveitin hefur verið á þrotlausum tónleikaferðum um allan heim undanfarin ár og verður ekkert gefið undan við að fylgja á eftir nýju plötunni.


Vök er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Record Records á Íslandi en Nettwerk utan landsteinanna.