Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Dikta heldur stórtónleika í Eldborg Hörpu í tilefni af 20 ára afmæli hljómsveitarinnar og 10 ára afmæli plötunnar Get It Together.

Dikta var stofnuð í Garðabæ árið 1999 og hefur á síðustu 20 árum skipað sér sess á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Árið 2009 gaf hljómsveitin út plötuna Get It Together hjá Kölska, sem innihélt m.a. lögin Thank You, From Now On og Goodbye, sem hljómuðu títt á öldum ljósvakans. Platan seldist í bílförmum og hlaut hljómsveitin enda platínuplötu fyrir. Dikta hefur á ferli sínum komið víða við, gefið út fimm breiðskífur, haldið í mörg tónleikaferðalög utan landsteinanna og spilað á öllum helstu tónleikasviðum landsins. Í maí 2011 fékk Dikta það hlutverk að spila á opnunartónleikum Eldborgarsalsins í Hörpu og varð fyrsta rokkhljómsveitin til að spila í tónlistarhúsinu. 

Þann 16. júní næstkomandi hyggst Dikta snúa aftur og líta yfir farinn veg. Leikin verða lög af öllum plötum Diktu og eru hljómsveitarmeðlimir fullir tilhlökkunar.

Því miður verður ekki hægt að bæta við tónleikadögum og er því aðeins um þessa einu dagsetningu að ræða og hvetjum við því alla aðdáendur sveitarinnar að tryggja sér miða um leið og miðasala hefst, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12:00,