Tix.is

Um viðburðinn

First Reformed er kyngimagnaður þriller sem fjallar um Ernst Toller (Ethan Hawke), dularfullan prest í lítilli kirkju í úthverfi New York. Líf hans tekur óvænta beygju þegar ófrísk kona að nafni Mary (Amanda Seyfried) setur sig í samband við hann, en hún er að glíma við að því er virðist óstöðugan eiginmann sem er róttækur aktívisti. Áður en Ernst veit af er hann flæktur í hættulega atburðarás sem neyðir hann til að horfast í augu við erfiða fortíð með ógnvænlegum afleiðingum.

Frábær mynd frá hinum margverðlauna leikstjóra og handritshöfundi Paul Schrader, en hann hefur staðið á bak við meistaraverk á borð við Taxi Driver, American Gigolo og Raging Bull, en First Reformed hefur verið lýst sem bestu mynd hans í 20 ár. Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa myndina lofi og ekki síst Ethan Hawke sem á stórleik í hlutverki sínu sem hinn ógæfufullil prestur.