Tix.is

Um viðburðinn

Þríeykið Helga Kvam, Pálmi Óskarsson og Þórhildur Örvarsdóttir segir sögur af ástinni á tónleikum í Hofi á Valentínusardag, 14. febrúar 2019. Svo takast megi að draga upp allt hið rómantíska litróf hafa þau fengið til liðs við sig Halldór G. Hauksson trommuleikara, Kristján Edelstein gítarleikara og Stefán Daða Ingólfsson bassaleikara. Vegir ástarinnar verða rannsakaðir í þaula með hjálp alþekktra ástarsöngva; magafiðrildi, angistarkvíði, daður, óendurgoldnar tilfinningar, ástarbál, alsæla, vonsvik, harmur, ástarsorg.

Og breiköppsongs, auðvitað.

Gömul uppáhaldslög, Lög unga fólksins og ástfangna fólksins, lög hryggbrotna fólksins frá ýmsum tímum verða gædd nýju lífi. Væmnifóbíu verður gefið langt nef.

Úrvalskvöldstund fyrir ástfangna og elskaða í fásinninu í febrúar. Allur tilfinningaskalinn í tónum og tali á tveim tímum.

Eigið rómantískt stefnumót við ástina sjálfa í Hofi á Valentínusardag.

Tónleikarnir eru styrktir af VERÐANDI listsjóði