Tix.is

Um viðburðinn

9. febrúar kl. 21:00 (UPPSELT)

9. febrúar kl. 18:00 (Aukatónleikar)

--------

Það er með mikilli gleði að tilkynna að Júníus Meyvant verður á trúnó í Hljómahöll þann 9. febrúar næstkomandi.

Júníus Meyvant gefur út nýja breiðskífu þann 25. janúar næstkomandi. Af því tilefni er hann á leið í mikla tónleikaferð um heiminn sem hann ætlar að þjófstarta á Íslandinu góða. Júníus Meyvant hefur eytt mestum hluta þessa árs í hljóðveri að vinna að nýju plötunni, ‘Across the Borders’, og hefur hann því lítið spilað á tónleikum undanfarið en nú snýr hann aftur með ný lög og nýja og stærri hljómsveit með sér á sviðinu.

Tónleikaröðin Trúnó hefur slegið í gegn í Hljómahöll undanfarin misseri. Hugmyndin á bakvið tónleikaröðina er sú að halda stóra tónleika þar sem engu er til sparað en halda þá á minnsta sal Hljómahallar sem tekur aðeins 100 gesti í sæti. Þá eru listamennirnir sem koma fram á tónleikaröðinni yfirleitt vanari að spila fyrir stærri hóp áhorfenda.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri að sjá þennan skemmtilega tónlistarmann á trúnó áður en hann sigrar heiminn.

Tónleikarnir fara fram laugardagskvöldið 9. febrúar kl. 21:00. Húsið opnar kl. 20:00.