Tix.is

Um viðburðinn

Árlegir jólatónleikar Karitasar Hörpu, að þessu sinni í Selfosskirkju miðvikudagskvöldið 19. desember. Tónleikarnir eru með örlítið stærra sniði en síðustu ár og ólíkt síðustu árum eru einungis einir tónleikar talsins Karitas gerir allt sem í hennar valdi stendur til að fanga eins heimilislegan, einlægan og falllegan jólaanda þetta kvöld ásamt hljóðfæraleikurunum Stefáni Þorleifssyni og Alexander Frey Olgeirssyni. En ásamt Karitas Hörpu ljá þau Daníel E. Arnarsson og Sólveig Ásgeirsdóttir raddir sínar til að skapa þessa töfrandi stund. "Ég hef gert það síðastliðin ár að halda jólatónleika eða jólastund, ég kýs að kalla þetta jólastund því mér finnst þetta aðeins meira en bara tónleikar, sem kostar lítið eða ekkert á, svo sem flestir eigi möguleika á að mæta. Ég vel þennan tíma, svona nálægt jólunum í von um að fólk geti litið á þetta sem einskonar hvíld frá amstri dagsins og stressinu sem svo auðveldlega getur skapast á þessum tíma." Í lok tónleika verður boðið upp á heitan drykk og smákökur fyrir tónleikagesti.