Tix.is

Um viðburðinn

Í tilefni útgáfu plötunnar Partytown sem Mosi gaf nýlega út verður haldin tónleikaveisla á Hard Rock Café miðvikudaginn 12. desember.

Ásamt Mosa koma fram hljómsveitirnar Beebee and the bluebirds, InZeros og comedy bandið Bergmál.

Mosi og Beebee and the bluebirds tóku nýverið þátt í tónlistarhátíð Iceland Airwaves þar sem þau spiluðu bæði á Hard Rock Café við frábærar viðtökur og mikið lof gagnrýnenda. Nú er annað tækifæri til að sjá þessi bönd live á Hard Rock ásamt Bergmál og InZeros.

Kvöldið byrjar á léttum nótum með stelpunum í Bergmál áður en Beebee and the Bluebirds leiðir okkur inn í kvöldið. Mosi ásamt hljómsveit mun síðan spila lög af plötunni PartyTown ásamt fleiri nýjum lögum. Á eftir Mosa munu "Party-Glysrokkararnir" í InZeros enda kvöldið með stæl eins og þeim einum er lagið.

Dagskrá:

21.30 Bergmál
22.00 Beebee and the bluebirds
23.00 Mosi
00.00 InZeros