Tix.is

  • 24. janúar 2019
Um viðburðinn

Markþjálfun til árangurs! Áhrif og arðsemi – Í dag, á morgun og til framtíðar.   

Markþjálfunardagurinn verður haldinn í sjöunda sinn á Hótel Nordica, þann 24 janúar næstkomandi. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs ár hvert en hann sækir meðal annars framsæknir stjórnendur, markþjálfar, mannauðsstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja kynna sér og nýta sér aðferðarfræði markþjálfunar til árangurs. 

Hvaða áhrif hefur markþjálfun á menningaráskorunina sem blasir við í stafrænum heimi? Hvernig gagnast markþjálfun til þess að takast á við sívaxandi kröfur á tímum hraðra breytinga í viðskiptaumhverfinu? Hvaða áhrif hefur markþjálfun á árangur og arðsemi? Hvernig er hægt að nýta kraft samfélagsmiðla og markþjálfun til þess að hafa jákvæð áhrif?  

Fyrirlesarar í ár eru þau:

Örn Haraldsson, PCC markþjálfi, Kolibri.
Olga Björt Þórðardóttir, markþegi og ritstjóri Fjarðarpóstsins.
John Snorri Sigurjónsson, fjallagarpur.
Alda Karen Hjaltalín, markaðssérfræðingur.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar eru á meðal fyrirlesara í ár, þau Nathalie Ducrot og Guy Woods. Þá er í fyrsta skipti, boðið upp á vinnustofur í tengslum við Markþjálfunardaginn sem þau leiða. UPPSELT ER Á BÁÐAR VINNUSTOFURNAR EN HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG Á BIÐLISTA Á icf@icficeland.is

Vinnustofa Nathalie Ducrot ber heitið: Mikilvæg hvatning (e. Essential motivation), ferðalag markþjálfunar og hvatning, frá einstaklingi til framþróunar fyrirtæks/stofnunar og verður haldin 23. janúar kl. 8:30-12:30.

Vinnustofa Guy Woods ber heitið: Fiðrildaáhrifin (e. Butterfly effects) og fer Guy yfir hvernig þú getur nýtt þér samfélagsmiðlana og haft áhrif með aðferðarfræði markþjálfunar. Í lok dags fara þátttakendur heim með fulla verkfærakistu til að koma rödd sinni á framfæri ekki einungis til að hafa áhrif heldur einnig í persónulega og faglega umbreytingu. Vinnustofa Guys fer fram 25. janúar frá kl. 8:30 - 16:30.

Vinnustofurnar verða haldnar á Hótel Íslandi. 

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu ICF: 

https://icf-vidburdir.webflow.io

Bakhjarlar: