Tix.is

Um viðburðinn

Persónulegasta verk Óskarsverðlaunahafans, leikstjórans, og handritshöfundarins Alfonso Cuarón (Gravity, Children of Men, Y Tu Mama Tambien). Í ROMA er fjallað um Cleo (Yalitza Aparicio), unga þjónustustúlku á heimili fjölskyldu í miðstéttarhverfinu Roma í Mexíkóborg. Cuarón notfærir sér bernsku sína til að skapa ljóslifandi og tilfinningaríka frásögn af heimiliserfiðleikum og félagslegri valdaskiptingu á 8. áratug síðustu aldar, og sendir um leið listrænt ástarbréf til kvennanna sem ólu hann upp. Væntanleg. Í völdum kvikmyndahúsum og á Netflix.

ATH! Eingöngu sýnd með enskum texta og spænsku tali!