Tix.is

Um viðburðinn

Það er Senu sönn ánægja að kynna að Gabriel Iglesias kemur fram á Reykjavík Comedy Festival 2015 og verður með lokasýningu hátíðarinnar í ár í Eldborg sunnudaginn 25. október.

Reykjavík Comedy Festival stimplaði sig rækilega inn í fyrra sem einn stærsti grínviðburður á Íslandi og verður í ár enn glæsilegri í alla staði.

Iglesias er einn af vinsælustu uppistöndurum heims og er jafnan uppselt á sýningarnar hans hvert sem hann fer. Íslendingar fengu einmitt að kynnast því á dögunum, en grínistinn er með uppistand í Hörpu þann 27. maí og seldist upp á viðburðinn á skotstundu. Það er því mikill fengur að fá hann aftur til landsins, en ætla má að uppistandsþyrstir landsmenn fagni því að fá annað tækifæri til að sjá hláturhnoðrann hnellna fara á kostum og grenja úr sér augun af hlátri.