Tix.is

Um viðburðinn

Uppvakningar í jólastemningu mæta til leiks í blóðugustu jólamynd allra tíma og hátíðarviðburði ársins! Myndin er stórskemmtileg og kærkominn ferskur blóðdropi í haf óragrúa keimlíkra jólamynda, en hér fáum við að upplifa í fyrsta skiptið jólasöngleik með uppvakningum.

Faraldur uppvakninga ógnar syfjulega bænum Little Haven yfir jólahátíðina, því neyðast Anna og vinir hennar til að slást, rista og syngja til að berjast fyrir lífi þeirra andspænis hinum ódauðu í örvæntingarfullu kapphlaupi til að ná til ástvina sinna. Þau komast fljótt að þeirri uppgötvun að enginn er óhultur í þessum nýju aðstæðum þar sem siðmenningin hrynur fyrir augum þeirra, því geta þau raunverulega eingöngu treyst hvort öðru.

Frumsýnd 30. nóvember - Myndin er bönnuð yngri en 16 ára!