Tix.is

Um viðburðinn

Svartnættið er altumlykjandi í hringamiðju heimsþekkts dansstúdíós, sem mun gleypa listræna stjórnandann (Tilda Swinton), ungan metnaðarfullan dansara (Dakota Johnson) og syrgjandi sálfræðing (Lutz Ebersdorf). Sumir munu bugast af martröðinni, á meðan aðrir vakna loksins til lífsins.

Suspiria er magnþrungin endurgerð á samnefndri kvikmynd leikstjórans Dario Argento frá 1977, en sú mynd er þekktasta ítalska hryllingsmynd allra tíma og hefur fyrir löngu náð költ status á meðal kvikmyndafólks og hrollvekjuunnenda. Í endurgerðinni er sagan færð í nýjan búning þar sem fer saman stórkostlegur leikur í yfirnáttúrulega andrúmslofti þar sem dans og tónlist spila einnig stóran sess, en hinn þekkti söngvari Radiohead Thom Yorke samdi tónlist myndarinnar.

Leikstjóri myndarinnar er hinn ítalski Luca Guadagnino sem var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir síðustu mynd sína, Call Me by Your Name, en leikstjórinn vill frekar líta á nýju myndina sem ákveðinn virðingarvott við hina upprunalegu mynd í stað þess að tala um beina endurgerð.

Til gamans má geta að tveir íslenskir atvinnudansarar komu að gerð myndarinnar, þær Halla Þórðardóttir dansari hjá Íslenska dansflokknum og Tanja Marín Friðjónsdóttir sem er búsett í Brussel. Þær tóku meðal annars báðar þátt í að þjálfa aðalleikkonurnar Tilda Swinton, Dakota Johnson, Chloë Grace Moretz og Mia Goth, þar fyrir utan fór Halla einnig með (lítið) hlutverk dansara í myndinni ásamt því að vera aðstoðardanshöfundur.

ATH! Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára