Tix.is

Um viðburðinn

Sem mótvægi við jólatónleika og spariföt býður Coney Iceland sýningar þar sem sársauki, eldur, sverðgleypingar, augnkrókar, hefibyssur, blóð, sviti og tár koma við sögu. Coney Iceland er samstarfsverkefni íslenskra og bandarískra skemmtikrafta sem setja saman stórhættulegar sýningar bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sýningin blandar saman sirkus, burlesque og side-show listum sem snúast um undur mannslíkamas og sársaukaþröskuld. Áhersla er lögð á að sýningin er alls ekki fyrir viðkvæma og er bönnuð innan 20 ára enda er hún óhugguleg og fer fram á vínveitingastöðum.


Í þessari hrinu eru þrjár sýningar:

7. desember kl. 21:00 Frón - Selfossi

9. desember kl. 21:00 Secret Cellar, Reykjavík

12. desember kl. 21:00  Gaukurinn


Húsið er opnað kl. 20:30 og byrjar sýningin kl. 21:00. Frjálst sætaval og poppkorn og kandíflos verður til sölu.

Miðaverð í forsölu er aðeins 2500 krónur en við hurðina kostar 3000 krónur.