Tix.is

Um viðburðinn

Söngstund fyrir alla fjölskylduna! Textum varpað á tjald og tónlistarmaður leiðir sönginn.

Þráinn Árni Baldvinsson mætir til leiks í þriðja sinn í desember til að leiða Syngjum saman. Landsmenn þekkja hann best sem gítarleikara þungarokkssveitarinnar Skálmaldar, en hann er líka tónmenntakennari og prýðis sögumaður. Hann mun leika úrval þekktra þjóð- og dægurlaga; jólalög, dægurlög og perlur liðinna tíma. Hannesarholt hlúir að sönghefðinni með því að bjóða uppá söngstund tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Næsta stund verður 16.desember með Múltí-kúltí kórnum.

Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 kr. Veitingahúsið á hæðinni fyrir ofan er opið frá 11:30 -17 fyrir helgarbröns, kaffi, kökur og meðlæti.