Tix.is

Um viðburðinn

Töfrasýning í Salnum, Kópavogi

 

Í 40 ár hefur Ingó sýnt ótrúleg töfrabrögð sín á fjölmörgum skemmtunum, skemmtiferðaskipum og í sjónvarpsþáttum í Skandinavíu, Asíu og Ameríku.
Auk þess hefur Ingó verið fenginn til að skemmta í einkaboðum fyrir Depeche Mode, Alice Cooper og á Norðurlandamóti töframanna.

 

Margir þekkja Ingó þó einnig fyrir að fara fimum fingrum um gítarinn m.a. með Bubba Morthens, Quarashi og DIMMU.

 

Flugbeitt rakvélablöð, hugsanalestur og sjónhverfingar á heimsmælikvarða er meðal þess sem Ingó býður upp á í magnaðri töfrasýningu sem rokkar!