Tix.is

Um viðburðinn

RAGNAR ÍSLEIFUR

Eftir því sem við eldumst, stirðna liðirnir í líkamanum og það hægist á hreyfingum okkar. Við tökum á okkur þá lokamynd sem okkur hefur verið skammtað úr erfðamenginu og heyjum vonlausa baráttu við tímann sem er að fjúka burt.

Ragnar Ísleifur Bragason er gamall maður, aleinn heima hjá sér. Hann sýslar eitt og annað: sópar gólf, gengur um, situr, pakkar saman. Hver er hann? Er hann á leiðinni eitthvert? Jafnvel fyrir fullt og allt?

Verkið Gamall er óður til ellinnar,óður til gamla fólksins sem myndar stóran hluta mannkyns en við hugsum lítið sem ekkert til, þrátt fyrir að flest verðum við gömul og endum tilvist okkar á jörðinni sem hægfara verur með fangið fullt af tíma en takmarkaða getu til þess að nýta hann.

Ragnar Ísleifur Bragason er sviðslistamaður og rithöfundur. Hann nam við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands og er meðlimur leikhópsins Kriðpleirs. Ragnar hefur einnig starfað með leikhópnum 16 elskendum og er einn af stofnendum Leikhúss listamanna sem sett hefur upp gjörninga og kabaretta.

Höfundur og leikari: Ragnar Ísleifur Bragason

Hreyfingahönnuður: Hrefna Lind Lárusdóttir

Ráðgjöf: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson

Fyrir frekari upplýsingar:

http://www.spectacular.is/ragnar-sl