Tix.is

Um viðburðinn

KOLBEINN HUGI HÖSKULDSSON
Pílagrímarnir koma um langa vegu
til að baða sig
í iðnaðarúrganginum
sem heldur rafnámunum gangandi

Gríðarlegar uppsprettur orku
sem framleiða
óhlutbundna, óáþreifanlega
stafræna mynt

Í fögnuði sínum rjóða pílagrímarnir andlit sín hvít
með leirnum
sem getur af sér
hina dýrmætu rafmynt.

Þessar raunverulegu en óraunverulegu aðstæður eru upphafið að þjóðfræðilegri rannsókn á fjarlægri fortíð síð-nýlendunnar og mögulegri vegferð hennar sem ný-rafnýlendu í fjarlægum framtíðarheimi.

Fyrir frekari upplýsingar: http://kolbeinnhugi.net/ & http://www.spectacular.is/kolbeinn-hugi


Everybody's Spectacular