Tix.is

Um viðburðinn

Frúardagur kynnir með stolti sýningu sína í ár; Mean Boys! Sýningin í ár er byggð á hinni geysivinsælu kvikmynd Tinu Fey sem ber nafnið Mean Girls. Kjartan Hermannsson er nýfluttur í bæinn utan af landi ásamt foreldrum sínum og á erfitt með að aðlagast nýja menntaskólanum sínum. Hann kemst í kynni við pörupilta undir forystu Ragnars Georgs sem er vinsælasti strákurinn í skólanum. Verkið er frumsamið af leikurum, handritsnefnd og leikstjórum verksins en notar meginþræði myndarinnar þó með breyttum kynjahlutverkum. Sýningin er bráðfyndin og beitt í senn en innblástur sýningarinnar er íslenskt menntaskólalíf. Leikstjórar verksins eru Alma Mjöll Ólafsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson.

Sýningardagar:

Föstudagur  9.nóv

Sunn og mán   11-12.nóv                          

Miðvikud.14.nóv

Sunnud.18.nóv


Frúardagur er eitt yngsta menntaskólaleikfélag Íslands og var fyrsta sýningin sýnd haustið 2014 en þá var sett upp Leg eftir Hugleik Dagsson og hlaut sú sýning frábærar móttökur. Eftir það hefur Frúardagur sett upp eina leiksýningu hvert einasta haust. Á eftir Legi kom Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason, svo High School Musical undir leikstjórn 101 boys og í fyrra var sett upp Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson.

Um leikstjórana:

Alma Mjöll Ólafsdóttir hefur lokið námi á Sviðshöfundabraut frá Listaháskóla Íslands. Alma hefur komið víða við í listinni en ásamt því að stunda sviðslistir af mikilli eljusemi hefur hún einnig dýft tánum í heim myndlistar, bæði með því að starfa sem teiknari og sem nemi í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Einnig vinnur hún við útvarpsgerð og við gerð tónlistamyndbanda. Alma hefur einnig fengist við skrif en fyrsta bók hennar var gefin út 2014 og hefur hún unnið við pistlaskrif alla tíð síðan.

Matthías Tryggvi Haraldsson útskrifadist úr Menntaskólanum í Reykjavík árid 2014 og svidshöfundabraut Listaháskóla Íslands árid 2018. Hann er leikstjóri og höfundur verksins GRIÐASTAÐUR sem hefur hlotid glimrandi vidtökur í Tjarnarbíó. Matthías er einn af stofnendum andkapítalísku verdlaunasveitarinnar HATARI. Hann hefur einnig fengist vid sjálfstædar leikuppfærslur af ýmsu tagi, þýdingar og fréttamennsku.