Tix.is

Um viðburðinn

Alveg eins og Jólagestir Bó!

Nema enginn er frægur.


Stress? Rétt fyrir jólin? Hvernig væri þá að kíkja á jólasýningu Svansins og hlæja smá? Svanurinn verður í svaka stuði. Það verða dansar, söngvar og að sjálfsögðu spunagrín sem er búið til á staðnum og aldrei aftur endurleikið! Allt getur gerst! Kannski kemur jólasveinninn! Kannski verður helgileikur! Kannski fá allir piparkökur! Kannski fá ekki allir piparkökur en geta samt kannski keypt sér piparkökur á barnum! Eða kannski verða ekki piparkökur á barnum en þá er líka bara hægt að koma með sínar eigin piparkökur!


Svanurinn er spunahópur sem samanstendur af einhverjum reynslumelstu spunaleikurum landsins. Allir eru þeir meðlimir í sýningarhóp Improv Ísland og hafa verið að kenna og sýna spuna í nokkur ár. Svanurinn hefur komið fram með Improv Ísland og sem sjálfstæður hópur á spunahátíðum á Íslandi, Danmörku og í Bandaríkjunum. Meðlimir Svansins eru mikil jólabörn og því ætla þeir að gera sitt allra besta til að koma áhorfendum í jólaskap þegar mest á reynir, á hápunkti jólastressins. 


Þetta er fjórða árið í röð sem Svanurinn stendur fyrir jólasýningu en viðburðurinn hefur sífellt farið stækkandi. Þetta árið verður sýningin auðvitað algjör jólasprengja á stærðarskala sem aldrei hefur sést áður.