Tix.is

  • 6. - 9. nóv 2019
  • Tónlistarhátíð
Um viðburðinn

Til þess að kaupa Airwaves Plus uppfærsluna farið á Tix.is/iaplus

Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í 21. sinn 6. – 9. Nóvember 2019. Hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem uppskeru- og árshátíð íslenskrar tónlistar, bæði fyrir rótgróna listamenn, en einnig sem vettvangur nýrra hljómsveita til að koma sér og framfæri.

Iceland Airwaves hefur í gegnum árin boðið erlendum lykilaðilum úr tónlistarbransanum að sækja hátíðina og hefur Airwaves oft sýnt sig að vera stökkpallur íslenskra listamanna út í heim. Erlendar hljómsveitir hafa einnig verið áberandi og hefur þótt mjög eftirsóknarvert að spila á hátíðinni, heimsfrægir listamenn hafa lagt leið sína til Íslands, sem og minni hljómsveitir á uppleið. Reykjavík fyllist af lífi þessa fjóra daga og nætur í nóvember, tónlist í öllum krókum og kimum og tónlistaraðdáendur úr öllum heimshornum sjá uppáhalds hljómsveitirnar sínar spila, í bland við að uppgötva nýja tónlist.

Allar aðrar upplýsingar er hægt að nálgast hérna

Umsagnir um Iceland Airwaves 2018

"Synonymous with championing both brand new and established acts from home and away" Consequence of Sound

"Four days of amazing music in the best country in the world" The Line of Best Fit

"Best Festival For Music Discovery: Iceland Airwaves" UPROXX

www.icelandairwaves.is