Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi fer fram í þriðja sinn þann 13. júní næstkomandi. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu þar sem fólk á öllum aldri kemur saman og nýtur frábærrar tónlistar í einstöku umhverfi.

Fyrir Sumarmölina í ár var rjóminn fleyttur ofan af íslensku tónlistarlífi og sett saman ómótstæðileg dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á hátíðinni koma fram:
Retro Stefson - Sóley - Tilbury - Kveld-Úlfur - Borko - Ylja - Berndsen

16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri tónleikagestir eru hjartanlega velkomnir í fylgd með fullorðnum.

Tónleikarnir hefjast kl.19:30 en húsið opnar hálftíma fyrr.

Að tónleikum loknum munu FM Belfast DJar taka völdin á Malarkaffi og leika fyrir dansi fram á nótt.

Miðaverð er 4500 kr. í forsölu.

Hægt er að kaupa 2 miða og gistingu fyrir tvo á Malarhorni á 25.000 kr.

Aðgangur er ókeypis fyrir 12 ára og yngri.