Tix.is

Um viðburðinn

Í jólasýningu Þorra og Þuru er fjallað um gildi jólanna og hvernig við eigum það til að gleyma okkur í neysluhyggjunni. Þorri og Þura ætla að undirbúa jólin saman, taka til, þrífa og pakka inn jólagjöfum. Þau eru alveg að springa úr jólaspenningi og skrifa langa og ítarlega jólagjafaóskalista og skoða auglýsingabæklinga verslana sem flæða inn um póstlúgurnar þeirra. Allt í einu heyra þau háværan skell. Gáttaþefur hafði lent í því óhappi að sofa yfir sig, renna síðan á svelli niður Esjuna og klessa á húsið hennar Þuru. Allar gjafirnar sem hann ætlaði að gefa í skóinn þá nóttina runnu út í sjó. Með álfatöfrum og hjálp ungra áhorfenda, einlægni, gleði og ávalt með vináttuna að leiðarljósi, tekst Þorra og Þuru að finna hinn sanna jólaanda og uppgötva að það þarf ekki skraut og pakka til að halda jól - heldur gleði og ljós í hjarta. 


Í lok sýningarinnar er ungum leikhúsgestum boðið að koma og dansa í kringum jólatréð með Þorra, Þuru og Gáttaþefi, auk þess sem tími gefst í spjall og myndatöku.


–––––––––––––––––––––––––––––

Handrit, tónlist og leikur: Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir

Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir

Ljósahönnun: Andri Guðmundsson