Tix.is

Um viðburðinn

SAMIRA ELAGOZ: Cock, Cock… Who’s There?

Ósvífinn en bráðfyndinn og áhrifamikill gjörningur, sannkallað meistarastykki.


Það er ekki hægt að klína einhverjum „málefna-stimpli“ á Cock, Cock… Who’s There?; þetta er ekki venjuleg sýning um nauðgun, kvenlíkamann, stefnumótasíður, femínisma, eða karlastöru.

Samira Elagoz fer með áhorfandann í rannsóknarleiðangur sem teygir sig heimsálfanna á milli, með viðkomu á stefnumótasíðum á borð við Tinder og Chatroulette auk þess sem hún hittir fjölda karlmanna augliti til auglitis. Samantha varpar ljósi á hið tvíræða samband kynjanna, sem er svo grimmilegt og dásamlegt í senn, en á sama tíma reynir hún að valdefla sjálfa sig að nýju og hún gerir sitt besta til þess að skilja karlmenn. Samantha kannar hið kvenlega vald og sjónarhorn konunnar í samtímanum þar sem netheimar og raunheimar tengjast órjúfanlegum böndum. Útkoman er ósvífinn en bráðfyndinn og áhrifamikill gjörningur, sannkallað meistarastykki.

Cock, Cock… Who’s There? hefur vakið alþjóðlega athygli og sýningin m.a. verið sýnd í Amsterdam, Tel Aviv, Edinborg, París, Dublin, Santarcangelo, München, Zürich, Kaupmannahöfn, Vínarborg, Osló, Brüssel og Ljubljana og allsstaðar fengið frábærar viðtökur. Hún hlaut hin virtu Prix ardin d’Europe verðlaun á danshátíðinni Impulstanz árið 2017 og Total Theatre Award á Edinborgarhátíðinni í ágúst s.l.

Ath: Sýningin fjallar um kynferðisofbeldi og er því ekki við hæfi barna

–––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––

Höfundur, leikstjóri, klippari: Samira Elagoz

Á sviði: Samira Elagoz, Ayumi Matsuda, Tashi Iwaoka

Veittur stuðningur: Finnska menningarstofnunin, Blooom Award og SNDO