Tix.is

Um viðburðinn

SUPERAMAS: CHEKOV Fast&Furious

Óvenjuleg leikæfing og virðingarvottur við æskuna



Um sex mánaða skeið hélt leikhópurinn Superamas til í Amiens, Maubeuge, Vín og Reykjavík og vann með unglingum á hverjum stað fyrir sig. Lagt var út af hinu fræga leikriti Tjékovs, Vanja frændi og ungmennin voru hvött til þess að velta fyrir sér og bregðast við hinum fjölbreytilegustu umfjöllunarefnum (Hvað þýðir það, að ná árangri í lífinu? Hvað er hamingja? Hvað er depurð? Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Hvað er ást?) Um leið og unga fólkið notaði ofangreind umfjöllunarefni til þess að tjá efasemdir sínar, reiði og vonir í upphafi 21. aldar, einbeittu Superamas sér að því að snúa út úr atriðum í  og setja þau í nýtt samhengi – sem sýnir náttúrlega fyrst og fremst hvað meðlimir hópsins eru teknir að reskjast.

CHEKHOV Fast & Furious er afrakstur leikrænnar ritstjórnarvinnu; leikur að sviðsetningu hlutanna. Sýningin er gleðisprengja, stútfull af tilvitnunum, stolnu efni, tvöfeldni og spegilmyndum. Þetta er óvenjuleg leikæfing og um leið virðingarvottur við æskuna sem er svo næm, svo viðkvæm, svo ákveðin og rausnarleg.

__________________________________________

Framleiðendur: Superamas

Leikstjórn, leikmynd, hljóð, vídeó: Superamas

Unnið í samvinnu við ungmenni frá 4 borgum í Evrópu:

Reykjavík: Lakshmi Björt Þuríðardóttir Jacob, Célestine Coutouis, Alireza Darvish, Ágústa Marý Einarsdóttir, Birta Jónsdóttir, Helga Oddsdóttir, Anna Margrét Stefánsdóttir, Kristófer Baldur Sverrisson, Ingimar Tryggvason

Vín: Yuria Knoll, Peter Alexander Kopciak, Richi Kuong, Naemi Latzer, Johanna Mettnitzer, Miriam Rosenegger, Gudrun Schmidinger, Katharina Senzenberger, Joseph Cyril Stoisits, Maya Unger, Maria Winkler, Lin Wolf

Amiens: Landri Badjiokila, Ludivine Caron, Elie Denoeu, Inès de Domahidy de Domahida, Vincent Do Cruzeiro, Julie Fortini, Samuel Grunenvald, Ramo Jalilyan, Chloé Monteiro, Léa Platerier

Maubeuge: Marliatou Bachir Bah, Mamadou Barry, Clémence Bove, Alexis Decourtray, Esteban Dehon, Antonin Dewever, Mamoudou Diallo, Ousmane Labbo Diallo, Donovan Fontenelle, Florence Goronflot, Valentin Heniart, Abdoulaye Koundouno, Océane Merveaux

Búningar: Sabine Desbonnets, í samstarfi við tískuskólann Michelbeueren HLMW9 í Vínarborg.

Ljósahönnun: Henri-Emmanuel Doublier

Meðframleiðendur: Wiener Festwochen, Maison de la Culture d’Amiens, Reykjavík Dance Festival, Le Manège - Scène Nationale de Maubeuge, apap-Performing Europe 2020 – tengslanet, stofnað með stuðningi Menningaráætlunar Evrópu, Creative Europe.

Veittur stuðningur: Menningarráðuneyti Vínarborgar / Svæðisskrifstofa menningarmála, Hauts-de-France, Franska menningarmálaráðuneytið / Région Hauts-de-France / Lista- og menningarráðuneyti Austurríkis / Amiens Métropole / Menningarskrifstofa Austurríkis í París.

Aðrir samstarfsaðilar: Le Grand Jeu, Sers / Théâtre Jacques Tati, Amiens / Spectacular – Sviðslistahátíðin í Reykjavík, skipulögð af Lókal og Reykjavík Dance Festival.

Þýðingar: Ugla Egilsdóttir, Isolde Schmidt, Howard Fine.

Ljósmynd: Nurith Wagner - Strauss