Tix.is

Um viðburðinn

Hinn 10 ára gamli Jovan fæddist með CP hreyfihömlun. Hann er feiminn, meðvitaður um sjálfan sig og vinafár. Hann tekst á við það með því að láta ímyndunaraflið ferðast með sig á stað þar sem hann mætir engum líkamlegum hindrunum, þar sem hann er ofurhetja og berst gegn glæpum. Veröld hans kollvarpast þegar ný stelpa, Milica, kemur í bekkinn hans og velur sér sæti við hliðina á honum. Hún lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og fær hann með sér í ráðabrugg um að frelsa föður sinn frá unnustu hans sem Milica er handviss um að sé norn og hafi hneppt hann í álög. Máli sínu til stuðnings nefnir hún atferli eins og að drekka undarlega græna safa, að geyma torkennileg efni í krukkum og að borða svart salt. Þegar tími gefst til vegna skóla og sjúkraþjálfunar leggja þessir nýju vinir á ráðin hvernig þau geti komið upp um unnustuna og rofið álögin; Milica trúir að takist það muni það sameina foreldra hennar á ný. Jovan verður svo niðursokkin í áætlun þeirra að hann gleymir óöryggi sínu að mestu og byrjar að njóta lífsins á meðan hann einbeitir sér að því að aðstoða vinkonu sína. Nornaveiðararnir dregur upp heiðarlega mynd af togstreitu og sáttum, ásamt því hvernig sönn vinátta getur dregið fram okkar sterkustu hliðar.