Tix.is

Um viðburðinn

Áhugaverðari en pólitískur spennutryllir, þessi sögulega heimildarmynd hjálpar okkur að skilja, í gegnum sögur frá fortíðinni, hvers vegna fyrri heimsstyrjöldin hófst. Spurningin um hverjir og hvers vegna byrjuðu þessi átök er enn í dag ein helsta pólitíska og sögulega spurningin, 100 árum eftir að stríðinu lauk.

Með því að skoða kvikmyndasöfn í Bretlandi, Frakklandi, Austurríki, Rússlandi, Þýskalandi og Serbíu, endurlífga sögufrægar persónur með hjálp þrívíddartækninnar, sýna hreyfimyndir af gömlum sögulegum kortum og með spennu sem meistaralega er byggð upp í gegnum samtöl við einhverja merkustu sagnfræðinga Evrópu, skapar myndin „Ferðalagið langa í stríð“  á hverri mínútu þá tilfinningu hjá áhorfanda að fylgst er með göngu heims að alþjóðlegu stórslysi.

Hér er komin fyrsta heimildamyndin á síðustu 100 árum þar sem helstu sagnfræðingar heimsins leitast við að rekja atburðarásina sem leiddi til þess að fyrri heimsstyrjöldin braust út.