Tix.is

Um viðburðinn

Tónajól
Hátíðatónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Laugardaginn 8. desember verða tónleikar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Fyrri tónleikarnir verða kl. 14 og þeir síðari kl. 16. Húsið opnað hálftíma fyrir tónleika.

Þetta er í annað sinn sem tónlistarskólinn blæs til stórtónleika en í fyrsta skipti var það á Björtum dögum 2017 þegar lög þeirra bræðra Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar fengu að hljóma.


Að þessu sinni fær skólinn til liðs við sig söngkonurnar Guðrúnu Árnýju og Margréti Eir sem báðar eru búsettar í Hafnarfirði og þekktar í íslensku tónlistarlífi.

Á dagskránni eru ýmis jólalög, sum í nýjum útsetningum kennara við skólann. Í skólanum eru tæplega 600 nemendur og eru margir þeirra í hinum mörgu hljómsveitum sem eru í skólanum. Fram koma sinfóníuhljómsveit, lúðrasveit, hrynsveit, gítarsveit, klarinettusveit og flautusveit. Einnig nemendur úr söngdeild og píanódeild og eldri hópur úr forskólanum. Á annað hundrað nemenda koma fram að þessu sinni. Sjá efnisskrá neðanmáls.

Vonum við að sem flestir sjái sér fært að taka frá þessa stund og líta á þetta sem hluta af undirbúningi jólanna. Komum og hlustum á unga fólkið okkar sem á framtíðina fyrir sér.

Stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður í hafnfirsku menningarlífi.

Miðasala fer fram á Tix.is og hefst 1. nóvember. 400 miðar í boði í hvort skipti.

Fullorðnir 13 ára og eldri kr. 2.500

12 ára og yngri kr. 1.500


EFNISSKRÁ

Litli trommuleikarinn
eftir Harry Simeone við ljóð Stefáns Jónssonar í útsetningu Stefáns Ómars Jakobssonar flutt af yngri strengjaleikurum, slagverki og söng.

Jólaforleikur
eftir ýmsa höfunda í útsetningu Richard L. Saucedo. Flutt af sinfóníuhljómsveit.

Klukknahljóð
eftir J. Pierpoint í útsetningu Þrastar Þorbjörnssonar fyrir gítara, blokkflautur og strengi flutt af nemendum í forskóladeild, gítardeild og strengjadeild.

Sjö litlar mýs
eftir Lee Pockriss við ljóð Ómars Ragnarssonar í útsetningu Þrastar Þorbjörnssonar fyrir söng, gítar, fiðlur og selló. Flutt af nemendum í forskóladeild, gítardeild og strengjadeild.

Jólasnjór
eftir John Denver í útsetningu Þrastar Þorbjörnssonar fyrir hrynsveit.

Óskasteinn
eftir Leigh Harline við texta Jökuls Jörgensen í útsetningu Stefáns Ómars Jakobssonar fyrir hrynsveit, strengi og flautu. Söngur Margrét Eir.

Dans úr Hnotubrjótnum
eftir Pyotr Tchaikovsky fyrir sinfóníuhljómsveit.

Döggin á rósum
eftir Richard Rodgers með íslenskum texta Flosa Ólafssonar í úsetningu Robert Buckley flutt af sinfóníuhljómsveit og nemendum úr söngdeild

Skammdegissól
eftir James Horner við texta Valgeirs Guðjónssonar í útsetningu Þrastar Þorbjörnssonar fyrir blandaða hljómsveit. Söngur Guðrún Árný.

Jólasyrpa
eftir ýmsa höfunda í útsetningu Leroy Anderson flutt af lúðrasveit.

Sexhent á píanó

Blíða nótt, blessaða nótt
eftir Franz Gruber í útsetningu Þrastar Þorbjörnssonar fyrir gítara og strengi. Flutt af nemendum í gítardeild, strengjadeild og söngdeild.

Dansaður vindur (dúett)
eftir Nanne & Peter Grönvall við texta Kristjáns Hreinssonar í útsetningu Þrastar Þorbjörnssonar fyrir blandaða hljómsveit. Söngur Guðrún Árný og Margrét Eir.

Hátíðarsyrpa
Jólasyrpa eftir ýmsa höfunda í útsetningu Audrey Snyder fyrir lúðrasveit og strengi og kór söngdeildar

Það á að gefa börnum brauð
eftir Jórunni Viðar við ljóð Jóhannesar úr Kötlum í útsetningu Sigurðar Rúnars Jónssonar fyrir sinfóníuhljómsveit og kór söngdeildar

Nóttin var sú ágæt ein – lokalag
eftir Sigvalda Kaldalóns við sálm Einars Sigurðssonar í útsetningu Stefáns Ómars Jakobssonar fyrir sinfóníuhljómsveit og söng. Flutt af öllum þátttakendum og salnum.