Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin GÓSS heldur tónleika í Skyrgerðinni í Hveragerði, föstudagskvöldið 16. nóvember. Hljómsveitin er skipuð tveimur af ástsælustu söngvurum landsins, þeim Sigríði Thorlacius og Sigurði Guðmundssyni, ásamt Guðmundi Óskari, bróður Sigurðar og meðleikara Sigríðar úr Hjaltalín og víðar.

Hljómsveitin GÓSS á sér djúpar rætur, þrátt fyrir að vera nokkuð ný af nálinni. Undanfarin tvö sumur hefur sveitin ferðast um landið og reynt að leika við hvern sinn fingur. Og núna er komið að vetrinum að njóta góðs af GÓSSinu.

Tónleikarnir í Skyrgerðinni hefjast kl. 21:00. Tónleikarnir verða sitjandi og er sætaval frjálst.