Tix.is

Um viðburðinn

Árlegir aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju verða haldnir sem hér segir:

Laugardaginn 8. desember kl. 17.

Sunnudaginn 9. desember  kl. 17 og 20.

Aðalgestur kórsins þetta árið er Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópran. Þessi glæsilega söngkona hefur farið með fjölmörg óperuhlutverk bæði heima og erlendis. Auk þess hefur hún sungið á tónleikum víða um heim og fengist við fjölbreyttar efniskrár, allt frá lágtstemmdum ljóðasöng að umfangsmiklum óratóríum. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram með Karlakór Reykjavíkur og vænta kórfélagar mikils af samstarfinu við hana á komandi tónleikum.

Þá kallar Karlakór Reykjavíkur til fastagesti sína frá fyrri árum sér til fulltingis. Þau eru organistinn Lenka Mátéová, trompetleikarinn Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikari.

Stjórn þessa viðburðar verður í höndum Friðriks S. Kristinssonar, farsæls stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur í hartnær þrjá áratugi.