Tix.is

Um viðburðinn

Verið hjartanlega velkomin í kröftugt vinyasa yogaflæði í Om setrinu þar sem við munum stunda hugleiðslu á hreyfingu með aðstoð tónlistar. Við byggjum upp hita og liðleika í líkamanum í gegnum yogastöðurnar og tökum svo extra langa slökun með aðstoð heilandi tóna kristalskála. Þetta er fullkomin leið til að flæða inn í helgina. Við drekkum 100% hreint kakó frá Guatemala til að auka blóðflæðið og tengjast betur inn á við í gegnum tímann.

Kakó vinyasa kostar 3000 krónur. Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram. Ef einhverjar spurningar vakna er þér velkomið að hafa samband í gegnum tölvupóst á kamilla@kako.is. Om setrið er á Hafnarbraut 6 í Njarðvík.

Kakóið sem við drekkum frá regnskógum Guatemala er svokallað “ceremonial grade cacao” og sannkölluð ofurfæða. Kakó er blóðflæðisaukandi, hefur jákvæð áhrif á úthald og orku, minnkar bólgur, ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu serótónín, lækkar streituhormónið kortisól og örvar vellíðunarstöðvar í heilanum og framleiðslu á endorfíni. Hér má lesa nánar um kakó.

Kakó nidra leiðir Kamilla Ingibergsdóttir yogakennari en hún hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Hér má lesa meira um Kamillu.