Tix.is

Um viðburðinn

Dropinn styrktarfélag barna með sykursýki heldur síns fyrstu styktarónleika miðvikudaginn 14. nóvember klukkan 20.00 í Seljakirkju. Megin markmið Dropans er að halda úti sumarbúðum fyrir börn og unglinga með sykursýki. Öll innkoma af miðasölu á þessa tónleika rennur óskipt í sjóð fyrir sumarbúðirnar.

Fram koma: Una Stef, Svavar Knútur, Jónsi, Matthías Stefánsson, Siggi Swing and his Bluesberries, Sunna Gunnlaugsdóttir, Unnur Birna og Dagný Halla Bassadætur ásamt Sigurgeiri Skafta Flosasyni, Ingrdi Örk Kjartansdóttir, Hljómsveitin Værð. Listinn er enn að lengjast, sjá nánar á dropinn.is

Vonumst til að sjá sem flesta!

14. nóvember er alþjóðlegur vitundarvakningar dagur um sykursýki og afmælisdagur Kanadíska vísindamannsins og nóbelverðlaunahafans Frederik G. Banting sem ásamt aðstoðarmanni sýnum Charles Best, einangraði hormónið Insúlín. Það var fyrsta skrefið í að breyta sykursýki úr dauðdadómi yfir í ástand sem hægt var að lifa með.