Tix.is

Um viðburðinn

Jazz píanistinn Jacky Terrasson er píanisti hamingjunnar samkvæmt franska tímaritinu Telerama. Hann grípur hlustandann og umvefur með vellíðan og fögnuði.

Jacky fæddist í Berlín og ólst upp í París en móðir hans er bandarísk og faðir franskur. Hann bar sigur úr býtum í Thelonious Monk Piano Competition 1993 og bauðst sæti í hljómsveit Betty Carter í framhaldi. Jacky hljóðritaði nokkur albúm fyrir Blue Note en færði sig svo yfir til Universal útgáfunnar.

Jacky hefur ætíð töfrað hlustendur með samvinnu sinni við t.d. Dee Dee Bridgewater, Dianne Reeves og Jimmy Scott m.a. eða með leik sínum fullum eldmóðs og innlifunar ásamt tríó sínu sem var talið eitt hið besta undir lok 20. aldarinnar. Það mætti lýsa leik hans sem blöndu af Bud Powell og Ahmad Jamal en undir sterkum áhrifum franska tónskálda eins og Ravel, Fauré og Debussy. Jacky bræðir saman liti og uppfinningar bestu píanista sögunnar við sínar eigin með ferskleika og gleði.


Jazz í Salnum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs