Tix.is

Um viðburðinn

Það er fallegt að líkja eftir hinu sanna, en að skapa hið sanna er betra, svo miklu betra. Vilji maður fanga listræna sýn og aðferð Verdis gæti maður komist næst því með því að leyfa sér að upplifa verk hans sem hljóðmyndir, leik að birtu og lit, þar sem sumt er málað á nákvæman, raunsæjan hátt en annað á almennari og breiðari máta í anda impressjónískra landslagsmynda.

    Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem byggja þau. Við skoðum hvernig þeim var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.

Hrund Ósk & Hrönn Þráinsdóttir