Tix.is

Um viðburðinn

Á fyrstu tónleikum vetrarins í Tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu leika kínverski sellóleikarinn Chu Yi-Bing og píanóleikarinn Aladár Rácz sellósónötu nr 1 eftir Ludvig van Beethoven, sónötu eftir Claude Debussy auk ljóða eftir Gabriel Fauré og einnig verkið Eclogue eftir kínverska tónskáldið Sha Hank.

 

Chu Yi-Bing stundaði nám í París og hefur verið eftirsóttur einleikari um allan heim allt frá því hann bar sigur úr býtum í alþjóðlegri keppni í Genf. Hann var fyrsti sellóleikari sinfóníuhljómsveitar Basel í fimmtán ár en er nú prófessor við Central Conservatory of Music í Beijing, starfar með Chu Yi-Bing Cello Ensemble og sem skipuleggjandi Super Cello tónlistarhátíðarinnar i Kína. Aladár Rácz fæddist í Rúmeníu og stundaði námi í Búkarest og Búdapest. Hann hefur komið fram á tónleikum víðsvegar um heim, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum. Hann kennir nú við Tónlistarskólann Do Re Mi, Söngskóla Sigurðar Demetz og er einnig meðleikari í Listaháskólanum, auk þess koma fram á kammertónleikum og ljóðakvöldum.

 

Aðgangseyrir er kr. 3.000, 2.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri. Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið.