Tix.is

Um viðburðinn

Óperudagar kynna:

Söngvar og dansar dauðans er ljóðaflokkur saminn af Modest Mussorgsky á áratugnum 1870-80 við ljóð Arseny Golenishchev-Kutuzov. Dauðinn spilar veigamikið hlutverk í öllum lögunum, þau lýsa á ljóðrænan hátt raunveruleika 20.aldar Rússland: ungbarnadauða, dauða á yngri árum, drykkfelld ævintýri og stríði.

Söngvar farandmannsins er ljóðaflokkur saminn af Gustav Mahler við sinn eigin texta á árunum 1884-5. Mahler samdi flokkinn eftir misheppnaða ást á sópran söngkonunni Jóhanna Richter, en þau kynntust í Þýskalandi á meðan hann stjórnaði þar. Lögin lýsa eigin tilfinningareynslu tónskáldsins.

Hátíðarpassi Óperudaga og klippikort gilda á þessa tónleika

Aron Axel Cortes, barítónn, hóf söngnám sitt 18 ára gamall við Söngskólann í Reykjavík þar sem hann lærði kórstjórn og lauk ABRSM burtfararprófi árið 2009. Á sama tíma lærði hann píanóleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík í þrjú ár. Eftir útskrift nam hann við Mozarteum háskólann í Salzburg, Austurríki, þar sem hann kláraði BA í söng árið 2012 undir leiðsögn Martha Sharp, Masters gráðu í óperusöng árið 2014 undir leiðsögn Boris Bakow og Master í Ljóða- & óratóríusöng 2016 undir leiðsögn Therese Lindquist. Frá árinu 2017 hefur hann lært hjá Helene Karusso í Vínarborg. Hann hefur tekið þátt í masterklössum m.a. hjá Dame Kiri Te Kanawa, Kristni Sigmundssyni og Richard Stoke og Clara Taylor.

Meðal hlutverka sem Aron hefur unnið á óperusviði má nefna Escamillo úr Carmen, Antonio Serra úr Limonen aus Sizilien, Don Giovanni úr Don Giovanni, Marcello úr La Bohéme og Il Conte úr Le nozze di Figaro. Ásamt óperuuppfærslum hefur Aron einnig sungið í hinum ýmsu óratóríum, t.a.m. Messíasi e. Handel, Requiem e. Faust, Mässa e. Robert Sun dog Vision of the Apocalipse e. Rittenhouse.

Aron er í samvinnu við umboðsskrifstofur í München og Berlín.

Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari stundaði nám hjá Erlu Stefánsdóttur og síðar hjá Jónasi Ingimundarsyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Í Þýskalandi stundaði hún nám við tónlistarháskólann í Freiburg og lauk þaðan Diploma kennaraprófi með ljóðasöngsmeðleik sem aukafag vorið 2004. Kennarar hennar voru Prof. Dr. Tibor Szasz í píanóleik og Prof. Hans-Peter Müller við ljóðasöngdeild.

Að því loknu stundaði hún nám við tónlistarháskólann í Stuttgart undir handleiðslu Prof. Cornelis Witthoefft þar sem hún lauk sumarið 2007 mastersnámi við ljóðasöngdeild skólans.

Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Noregi,Ítalíu,Grænlandi og á Íslandi sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. auk þess að hafa hljóðritað fyrir útvarp og leikið inn á geisladiska m.a.með kammersveitinni Ísafold.

Hún hefur tekið þátt í ýmsum hátíðum eins og Ung Nordisk Musik,,Músíkdagar í Færeyjum, Við Djúpið á Ísafirði og hátíðarinnar Berjadaga á Ólafsfirði

Hún hefur verið virk í flutningi nýrrar tónlistar m.a. á Myrkum Músíkdögum og með kammersveitinni Ísafold, en hlaut hún með kammersveitinni íslensku tónlistarverðslaunin sem flytjandi ársins fyrir árið 2007.

Hrönn er kennari við Söngskólann í Reykjavík og við Tónlistarskólann í Reykjavík.