Tix.is

Um viðburðinn

Í vetur mun Snorri Sigfús Birgisson halda þrenna tónleika í Hannesarholti (17. nóv., 9. des. og 19. jan.) og flytja drjúgan hluta þeirra tónverka sem hann hefur samið fyrir píanó.

Um er að ræða einleiksverk en einnig mun Anna Guðný Guðmundsdóttir koma til liðs við Snorra 9. desember og leika með
honum þau tónverk sem hann hefur samið fyrir píanó fjór-hent. Elsta verkið er frá 1975 en hin yngstu eru samin á þessu ári (2018) og hafa ekki heyrst áður .
Flest verkin eru frumsamin en einnig verða leiknar þjóðlagaútsetningar.

Snorri er fæddur 1954 og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1974. Hann hefur starfað í Reykjavík sem tónskáld, píanóleikari, tónlistarkennari og stjórnandi síðan hann kom heim að loknu framhaldsnámi erlendis (1980).
Hann hefur samið einleiksverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist og sinfónísk verk. Hann er félagi í CAPUT hópnum. 


17.nóvember 2018:

Píanótónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson
Prógram A 

Píanó: Snorri S. Birgisson

Toccatina (1975)

Íslensk þjóðlög (útsetningar)

Eos og Selena (2006)

4 lög frá Akureyri (Sönglög, - frumflutningur á píanó-útgáfu)

- hlé -

Portrett nr.1

Divertimento í sól (1998)

Portrett nr.2 (1997)


9.desember 2018:

Píanótónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson
Program B 

Píanó: Anna Guðný Guðmundsdóttir & Snorri S. Birgisson.

Íslensk þjóðlög (útsetningar)

Geimferðalög (1984 / píanó 4-hent)

Fjögur lög úr Norður - Múlasýslu (2008 / píanó 4-hent)

- hlé -

Portrett nr.3 (1997 / 1998)

Portrett nr. 4 (1998)

Svarraði lengi söngurinn (2018 / 4-hent / frumflutningur)


19.janúar 2019:

Píanótónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson
Program C  

Píanó: Snorri S. Birgisson

Æfingar (TAROT) - (1980 - 1981)

- hlé -

Portrett nr. 5 (1998)

Portrett nr. 6 (1998)

Portrett nr. 7 (1998)